Samstarf Tónlistarmaðurinn Kiann framleiðir nú plötur Alessöndru Toni.
Samstarf Tónlistarmaðurinn Kiann framleiðir nú plötur Alessöndru Toni.
Tveir píanistar og tónskáld, Alessandra Toni og Kiann, halda tónleika í Hannesarholti í kvöld, föstudaginn 20. október, kl. 20. Hlé verður milli flutnings hvors um sig. Toni er ítalskur píanisti og tónskáld sem flytur gjarnan nýklassíska tónlist og tónlist sem höfðar til ólíkra hópa

Tveir píanistar og tónskáld, Alessandra Toni og Kiann, halda tónleika í Hannesarholti í kvöld, föstudaginn 20. október, kl. 20. Hlé verður milli flutnings hvors um sig.

Toni er ítalskur píanisti og tónskáld sem flytur gjarnan nýklassíska tónlist og tónlist sem höfðar til ólíkra hópa. Tónlist hennar einkennist, skv. tilkynningu, af djúpri ástríðu fyrir tónlist sem fer yfir landamæri tónlistartegunda og fléttar saman eiginleika nýaldartónlistar og kvikmyndatónlistar. Í janúar 2023 var hún uppgötvuð af ítalsk-persneska píanistanum og tónskáldinu Kiann. Flutningur hans og tónverk ná hlustandanum á ferðalag sem brúar tónlistargreinar og mörk á milli þeirra,“ segir jafnframt í tilkynningu.