Gísli Örn Garðarsson
Gísli Örn Garðarsson
Mode Steinkjer, rýnir norska dagblaðsins Dagsavisen, fer fögrum orðum um uppfærslu Norska leikhússins á söngleiknum Frost sem Gísli Örn Garðarsson leikstýrir, en Gísli leikstýrir einnig uppfærslu verksins sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars…

Mode Steinkjer, rýnir norska dagblaðsins Dagsavisen, fer fögrum orðum um uppfærslu Norska leikhússins á söngleiknum Frost sem Gísli Örn Garðarsson leikstýrir, en Gísli leikstýrir einnig uppfærslu verksins sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars á næsta ári.

Steinkjer gefur norsku uppfærslunni fimm stjörnur af sex mögulegum og líkir sýningunni við ævintýralega snjósprengju ímyndunarafls, húmors og glitrandi söngflutnings“. Rýnir bendir á að söngleikurinn geti auðveldlega orðið flatur og kaldur í útfærslu, en að leikstjórinn hafi fundið heitan kjarna verksins og spenni bogann á aðalsviði Norska leikhússins til hins ítrasta í umfangsmikilli útfærslu og áhrifamiklum kóreógrafískum hápunktum. Höfundur leikmyndarinnar er Börkur Jónsson, en dans og sviðshreyfingar hannar Belinda Braza.