Breytingar Beygjuakreinum verður fækkað við gatnamót á Sæbraut.
Breytingar Beygjuakreinum verður fækkað við gatnamót á Sæbraut. — Morgunblaðið/Eggert
„Ég hefði viljað afgreiða málið strax og laga þetta enda kom í ljós um leið og framkvæmdir hófust við gatnamótin að það var kolröng ákvörðun að þrengja þau,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Ég hefði viljað afgreiða málið strax og laga þetta enda kom í ljós um leið og framkvæmdir hófust við gatnamótin að það var kolröng ákvörðun að þrengja þau,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan lagði fram tillögu fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni um að hætt verði við áform um að fækka beygjuakreinum á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Morgunblaðið hefur fjallað um áformin og lýsti framkvæmdastjóri Bónuss óánægju með þau í viðtali við blaðið í gær og sagði að biðtími við gatnamótin væri allt að tvöfalt lengri nú en áður var.

Í tillögunni er lagt til að beygjuakreinum inn á Sæbraut verði aftur fjölgað í tvær og að öryggi gangandi vegfarenda verði aukið, t.d. með hnappastýrðu og/eða snjallstýrðu gangbrautarljósi. Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. „Það finnst mér snautleg afgreiðsla. Reynslan sýnir að slíkar umsagnir geta tekið margar vikur eða mánuði,“ segir Kjartan. „Framkvæmdir standa nú yfir við þrenginguna og þeim verður líklega löngu lokið þegar umsögnin berst loksins.“

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon