Auðlind Fyrirlestur Libecaps fjallar um eignarréttindi og fiskveiðistjórnun.
Auðlind Fyrirlestur Libecaps fjallar um eignarréttindi og fiskveiðistjórnun. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrirlestur sem Gary Libecap, prófessor í auðlindahagfræði, átti að flytja í dag kl. 16 í hátíðarsal Háskóla Íslands frestast um einn dag og verður nú haldinn á morgun, laugardag, á sama tíma. Fyrirlesturinn fer þá fram í sal 101 á Háskólatorgi, en…

Fyrirlestur sem Gary Libecap, prófessor í auðlindahagfræði, átti að flytja í dag kl. 16 í hátíðarsal Háskóla Íslands frestast um einn dag og verður nú haldinn á morgun, laugardag, á sama tíma. Fyrirlesturinn fer þá fram í sal 101 á Háskólatorgi, en frestunin var óhjákvæmileg eftir að flugi Libecaps til landsins var frestað vegna veðurs.

Fyrirlestur hans fjallar um eignarréttindi og fiskveiðistjórnun með sérstöku tilliti til íslenska kvótakerfisins, en á eftir fyrirlestrinum og umræðum um hann verður boðið upp á léttar veitingar. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og eru allir velkomnir.

Í tilkynningu um viðburðinn segir að Libecap sé einn fremsti og kunnasti auðlindahagfræðingur nútímans og hefur hann birt fjölmargar bækur og ritgerðir, meðal annars með Claudiu Goldin, sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár.