Leikarar Sammy Schrein og Naila Schuberth.
Leikarar Sammy Schrein og Naila Schuberth.
Nýtt þýskt sjónvarpsefni vekur oftast lukku hjá höfundi og því ekkert að vanbúnaði að horfa á þáttaseríuna Kæra Barn (þ. Liebes Kind) á Netflix er hún kom út í lok september

Urður Egilsdóttir

Nýtt þýskt sjónvarpsefni vekur oftast lukku hjá höfundi og því ekkert að vanbúnaði að horfa á þáttaseríuna Kæra Barn (þ. Liebes Kind) á Netflix er hún kom út í lok september.

Serían hefst á því að kona sleppur úr haldi mannræningja og virðist vera kona sem hvarf 13 árum áður. Í fylgd með henni er ung stúlka sem virðist vera dóttir hennar. Virðist er hér lykilorð, en ekki verður meira púðri eytt í að uppljóstra söguþræðinum. Þó má geta þess að augljósan innblástur má sjá frá Fritzl-málinu sem gerðist í Austurríki þar sem faðir hélt dóttur sinni sem fanga í 24 ár.

Fyrstu tveir til þrír þættirnir byrja því afar vel í að undirbúa spennandi ráðgátu. Eftir það byrjar hins vegar að halla undan fæti. Serían er einungis sex þættir og svo virðist sem höfundar hennar hafi ætlað sér of mikið og misst tökin á söguþræðinum. Persónurnar eru ótrúverðugar og þá hafa lögreglumennirnir sem rannsaka málið nánast engan persónuleika, svo virðist þó sem höfundar hafi áttað sig á því um miðja seríu og reynt að lífga upp á þá.

Serían er byggð á bók, og þó að ljósvaki hafi ekki lesið bókina, má gera ráð fyrir/vona að bókarformið geri sögunni betri skil en sex sjónvarpsþættir.