Eitt mótframboð er komið fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni í stöðu formanns Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), en kosning verður haldin á þingi LÍV á Selfossi í dag. Anna Halldórsdóttir hjá Verslunarmannafélagi Vesturlands býður sig fram…

<autotextwrap>

Eitt mótframboð er komið fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni í stöðu formanns Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), en kosning verður haldin á þingi LÍV á Selfossi í dag.

Anna Halldórsdóttir hjá Verslunarmannafélagi Vesturlands býður sig fram gegn Ragnari Þór, sem hefur gegnt stöðu formanns frá árinu 2019.

Samkvæmt heimildum mbl.is gætir óánægju með að Ragnar Þór ætli að sitja sem fastast í stóli formanns LÍV í ljósi þess að hann gegnir tveimur öðrum stórum embættum.

Ragnar er formaður VR, og hefur verið það frá árinu 2017, og er fyrsti varaforseti Alþýðusambands Íslands. Oftast hefur verið einhver annar en formaður VR sem hefur gegnt formennsku í LÍV.

33. þing Landssambands íslenzkra verslunarmanna var sett á Hótel Selfossi í gærmorgun og lýkur í dag. 73 fulltrúar frá VR sitja þingið auk 14 fulltrúa frá aðildarfélögum LÍV hvaðanæva af landinu.