Sigurvegari Lærisveinar Dags Sigurðssonar unnu nauman sigur.
Sigurvegari Lærisveinar Dags Sigurðssonar unnu nauman sigur. — AFP
Japan hafði betur gegn Barein, 27:26, í æsispennandi leik í undankeppni Ólympíuleikanna í handbolta í karlaflokki í gær. Dagur Sigurðsson þjálfar Japan, sem skoraði sigurmarkið í blálokin eftir mikla spennu

Japan hafði betur gegn Barein, 27:26, í æsispennandi leik í undankeppni Ólympíuleikanna í handbolta í karlaflokki í gær. Dagur Sigurðsson þjálfar Japan, sem skoraði sigurmarkið í blálokin eftir mikla spennu. Aron Kristjánsson er þjálfari Barein. Barein var með 16:14-forskot í hálfleik, en japanska liðið reyndist sterkara í seinni hálfleik. Sádi-Arabía, sem Erlingur Richardsson þjálfar, mátti sætta sig við naumt tap, 27:29, gegn Suður-Kóreu.