Nýsköpun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hoobla.
Nýsköpun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hoobla.
Hoobla hefur tekið í notkun nýjan verkvang sjálfstætt starfandi sérfræðinga, stjórnenda og ráðgjafa. Hoobla-verkvangurinn samanstendur af hugbúnaði og persónulegri þjónustu og auðveldar aðgengi vinnumarkaðar að hæfum sérfræðingum í nærumhverfi sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf

Hoobla hefur tekið í notkun nýjan verkvang sjálfstætt starfandi sérfræðinga, stjórnenda og ráðgjafa. Hoobla-verkvangurinn samanstendur af hugbúnaði og persónulegri þjónustu og auðveldar aðgengi vinnumarkaðar að hæfum sérfræðingum í nærumhverfi sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf.

Hoobla notar meðal annars gervigreind til að para saman hæfa sjálfstætt starfandi sérfræðinga við þarfir vinnustaða fyrir sveigjanlegt vinnuafl. Þegar vinnustaður setur verkefni inn í Hoobla þá parar hugbúnaðurinn saman hæfniþætti sem leitað er eftir og gerir viðeigandi sérfræðingum viðvart um að nú sé verkefni í boði sem gæti passað þeim.

Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla, segir að með verkvangnum skapist notendavænn aðgangur að yfir 400 sérfræðingum sem hafa farið í gegnum matsferli hjá mannauðssérfræðingi Hoobla. Og talar um að nú sé biðlisti meðal sérfræðinga sem vilja vera í samstarfi við Hoobla. Enn fremur segir hún að það væri jákvætt og uppbyggilegt fyrir íslenskt atvinnulíf og nýsköpun að hér væri blómlegt gigg-hagkerfi.

„Það að geta vígt stafræna lausn Hoobla eru mikilvæg tímamót í sögu Hoobla. Aldrei hefur verið eins einfalt að nálgast þá sérfræðinga sem eru í samstarfi við Hoobla. Nú getur fólk hætt að googla og byrjað að Hoobla,“ segir Harpa að lokum.