Rithöfundur Adania Shibli er meðal þekktustu rithöfunda Palestínu.
Rithöfundur Adania Shibli er meðal þekktustu rithöfunda Palestínu. — Ljósmynd/The Booker Prizes/Hartwig Klappert
Forsvarsmenn Bókamessunnar í Frankfurt tóku nýverið þá umdeildu ákvörðun að fresta verðlaunaathöfn þar sem palestínska skáldkonan Adania Shibli átti að hljóta þýsku bókmenntaverðlaunin LiBeraturpreis

Forsvarsmenn Bókamessunnar í Frankfurt tóku nýverið þá umdeildu ákvörðun að fresta verðlaunaathöfn þar sem palestínska skáldkonan Adania Shibli átti að hljóta þýsku bókmenntaverðlaunin LiBeraturpreis. Var ákvörðunin tekin í kjölfar árásar Hamas-samtakanna á Ísrael.

Shibli átti að hljóta verðlaunin í dag, föstudag, fyrir skáldsögu sína sem á ensku nefnist Minor Detail og fjallar um stríðsglæp þar sem ísraelskir hermenn nauðguðu og drápu bedúínastúlku í Negev-eyðimörkinni árið 1949. Bókin hefur, skv. frétt SVT, hlotið mikið lof, var m.a. valin á langlista Alþjóðlegu Booker-verðlaunanna árið 2021, en einnig verið gagnrýnd fyrir að frásögnin sé andgyðingleg. Bókmenntagagnrýnandi SVT segir ljóst að Þjóðverjar séu viðkvæmir fyrir slíkri orðræðu. Ýmsir hafa gagnrýnt ákvörðunina um frestun. Yfir 600 rithöfundar hafa sýnt Shibli stuðning í opnu bréfi til bókamessunnar, m.a. Nóbelsverðlaunahafarnir Annie Ernaux, Abdulrazak Gurnah and Olga Tokarczuk.