Brussel Romelu Lukaku sækir að marki sænska liðsins í leiknum.
Brussel Romelu Lukaku sækir að marki sænska liðsins í leiknum. — AFP/John Thys
Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að leik Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM 2024 verði ekki haldið áfram. Leik var hætt í hálfleik þegar leikmönnum og starfsfólki bárust fregnir af því að tveir stuðningsmenn Svíþjóðar hefðu verið skotnir til bana fyrir leikinn

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að leik Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM 2024 verði ekki haldið áfram. Leik var hætt í hálfleik þegar leikmönnum og starfsfólki bárust fregnir af því að tveir stuðningsmenn Svíþjóðar hefðu verið skotnir til bana fyrir leikinn.

Staðan í leikhléi var 1:1 og voru knattspyrnusambönd þjóðanna sammála um að úrslitin fengju að standa. Belgía fer á EM 2024 en Svíþjóð var þegar úr leik.