— Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri og handritshöfundur stórsöngleiksins Níu líf, sem hefur nú verið sýndur yfir 200 sinnum. Ólafur segist hafa verið að spá í Bubba Morthens síðan árið 2018 en þá byrjaði hann að skrifa handritið að söngleiknum

Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri og handritshöfundur stórsöngleiksins Níu líf, sem hefur nú verið sýndur yfir 200 sinnum. Ólafur segist hafa verið að spá í Bubba Morthens síðan árið 2018 en þá byrjaði hann að skrifa handritið að söngleiknum. Þetta hefur verið langt ferli og hefur sýningin verið óvenju lengi í leikhúsi. „En til þess er leikurinn gerður, að búa til eitthvað sem fólk vill koma og sjá og það tókst heldur betur í þessu tilviki,“ segir Ólafur og bætir við að sýningin muni halda áfram til áramóta.

Lestu meira á K100.is.