Höfundar Umsóknir um starfsstyrki voru 50 og hlaut 31 verkefni styrk.
Höfundar Umsóknir um starfsstyrki voru 50 og hlaut 31 verkefni styrk. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað, alls 20 milljónum króna. Tilkynnt var um úthlutanir í Borgarbókasafninu í Grófinni um miðja vikuna

Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað, alls 20 milljónum króna. Tilkynnt var um úthlutanir í Borgarbókasafninu í Grófinni um miðja vikuna. Samtímis var 1,5 milljónum kr. úthlutað í handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda. Umsóknir um starfsstyrki voru 50 og þar af hlaut 31 verkefni styrk. Þrjú hlutu hæsta styrk, eða 1.200.000 kr., tvö 1.000.000 kr., eitt 800.000 kr. og fjögur 700.000 kr. Í úthlutunarráði voru Karl Gunnarsson, Jóhannes B. Sigtryggsson og Súsanna Margrét Gestsdóttir.

Heildarlisti þeirra verkefna sem fengu styrk í stafrófsröð höfunda:

 Aðalsteinn Eyþórsson fyrir Skjótt fram æðir Skanderbeg – 300.000 kr.

 Anna María Bogadóttir fyrir Híbýlaauð – 1.200.000 kr.

 Ari Trausti Guðmundsson fyrir Bók um náttúruvá – 250.000 kr.

 Auðunn Arnórsson fyrir Saga Evrópusamrunans – Evrópusambandið og þátttaka Íslands (kennslubók) – 450.000 kr.

 Árni Heimir Ingólfsson fyrir Jórunn Viðar – Brautryðjandi í íslenskri tónlistarsögu (ævisaga) – 850.000 kr.

 Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Á milli orðanna: valdar senur úr kvikmyndum og leikritum (kennsluefni) – 700.000 kr.

 Ásdís Thoroddsen fyrir Í miðju Hringsins – Ólafur Pjetursson í útlöndum – 400.000 kr.

 Bára Baldursdóttir fyrir Kynlegt stríð – 1.000.000 kr.

 Gísli Sverrir Árnason fyrir Fátækt fólk í frelsisleit. Fjölskyldan í Dilksnesi – 600.000 kr.

 Guðrún Elsa Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir fyrir Duna – saga kvikmyndagerðarkonu – 1.200.000 kr.

 Gunnar Þorri Pétursson fyrir Bakhtínskí búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi – 700.000 kr.

 Gylfi Gunnlaugsson fyrir Íslensk fornrit og þverþjóðlegar sjálfsmyndir – 500.000 kr.

 Haukur Arnþórsson fyrir Mín eigin lög – 600.000 kr.

 Hjörleifur Hjartarson fyrir Álfa – 500.000 kr.

 Ingunn Ásdísardóttir fyrir Jötnar í blíðu og stríðu: Eðli og hlutverk jötna hins fornnorræna goðheims – 400.000 kr.

 Ingvar Sigurgeirsson fyrir Litróf kennsluaðferðanna – 500.000 kr.

 Lilja M. Jónsdóttir fyrir endurskoðun bókarinnar Skapandi skólastarf – 500.000 kr.

 Margrét Tryggvadóttir fyrir Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum – 500.000 kr.

 Marteinn Sindri Jónsson fyrir „How Much is a Mountain Worth?“ – 600.000 kr.

 Pétur Árnason fyrir Sögu Alþýðubandalags – 500.000 kr.

 Rannveig Björk Þorkelsdóttir fyrir Leiklist með listina, kennslubók í aðferðum leiklistar – 500.000 kr.

 Sigríður Matthíasdóttir fyrir Athafnasemi sem „lifuð reynsla“. Rannsókn á kvenlegri gerendahæfni innan kynjaðrar samfélagsgerðar – 700.000 kr.

 Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir fyrir Pipruð – einhleypar konur um aldamótin 1900 – 600.000 kr.

 Sigrún Guðmundsdóttir fyrir Ástarsöguna í kuldanum – 600.000

 Sigrún Huld Þorgrímsdóttir fyrir Þegar amma var ung II. bindi. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1950-1992 – 600.000 kr.

 Sævar Helgi Bragason fyrir Vísindalæsi – Miklihvellur: Hvernig varð alheimurinn til? – 700.000 kr.

 Úlfhildur Dagsdóttir fyrir grein og inngang að greinasafni um Sjón á ensku –600.000 kr.

 Vera Roth fyrir Þjóðleiðir í Skaftárhreppi – Ferðamannahandbók – 450.000 kr.

 Þorkell Helgason fyrir Kosningafræðarinn, fræðileg bók um fyrirkomulag kosninga og aðferðir við úthlutun sæta – 800.000 kr.

 Þórir Óskarsson fyrir Svipur brotanna Félagslegt og listrænt umhverfi Bjarna Thorarensen – 1.200.000 kr.

 Þórunn Elín Valdimarsdóttir fyrir Höfuðfuglar Starfsævisaga – 1.000.000 kr.

Átta umsóknir bárust um handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda og hlutu fjórar styrk.

 Elín Agla Briem fyrir Forneskjutaut – 500.000 kr.

 Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir fyrir Huldufreyjur – 500.000 kr.

 Valdís Björt Guðmundsdóttir fyrir Manneskjan er mesta undrið (vinnutitill) – 300.000 kr.

 Rut Sigurðardóttir fyrir Siggi Björns og Flateyri níunda áratugarins (vinnutitill) – 200.000 kr.