Örn Arnarson
Örn Arnarson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýjum fjölmiðli á vegum Ríkisútvarpsins (Rúv.) var hrundið úr vör í síðustu viku. Það er hlaðvarp sem nefnist Sjö mínútur en Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins fjallar fínlega um það: „Ekki liggur fyrir hvaða þarfagreining lá á bak við þessa hlaðvarpsútgerð ríkismiðilsins og hverju hún á að bæta við miðlun stofnunarinnar.“

Nýjum fjölmiðli á vegum Ríkisútvarpsins (Rúv.) var hrundið úr vör í síðustu viku. Það er hlaðvarp sem nefnist Sjö mínútur en Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins fjallar fínlega um það: „Ekki liggur fyrir hvaða þarfagreining lá á bak við þessa hlaðvarpsútgerð ríkismiðilsins og hverju hún á að bæta við miðlun stofnunarinnar.“

Örn furðar sig á því að Rúv. leggi þar út í samkeppni „við einyrkja og einkamiðla sem halda úti þjóðmálaumræðu í formi hlaðvarpa […] Segja má að þar sé að finna eina mestu gróskuna sem hefur átt sér stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði undanfarin ár.“ Jújú, en hver þarf tjáningarfrelsi sem hefur ríkismiðil?

Ekki verður af lögum um Rúv. séð að þar sé stofnuninni falið eða sérstaklega heimilað að halda úti hlaðvarpi, sem ætti að vera hinum löghlýðna útvarpsstjóra umhugsunarefni. „En það sem vekur kannski einna mesta athygli við þátttöku Ríkisútvarpsins í hlaðvarpsleiknum er að hún á sér stað á sama tíma og stofnunin hefur ekki bolmagn til að standa undir nýrri dagskrárgerð á gömlu gufunni en þar er nánast allt efni endurspilun á gömlum þáttum.“

En um hvað fjallar þetta nýja hlaðvarp Rúv.? Jú, aðallega um líðan opinberra starfsmanna í Efstaleiti í vinnunni. Það er sjálfsagt að menn ræði slíkt við sálfræðing sinn í einrúmi, en kallar tæplega á nýjan ríkismiðil.