Bíótekið stendur fyrir japönskum sýningadegi í Bíó Paradís í samvinnu við japanska sendiráðið á morgun, sunnudaginn 22. október. Þá verða sýndar þrjár klassískar verðlaunamyndir frá Japan; Mannúð og pappírsblöðrur (1937), Réttarvörðurinn Sansho (1954) og Ballaðan um Narayama (1983)

Bíótekið stendur fyrir japönskum sýningadegi í Bíó Paradís í samvinnu við japanska sendiráðið á morgun, sunnudaginn 22. október. Þá verða sýndar þrjár klassískar verðlaunamyndir frá Japan; Mannúð og pappírsblöðrur (1937), Réttarvörðurinn Sansho (1954) og Ballaðan um Narayama (1983). Gunnella Þorgeirsdóttir, lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands, flytur erindi um Ubasute, sem er heiti yfir nokkurs konar útburð á eldra fólki í Japan. Bíótekið er heiti yfir reglulegar kvikmyndasýningar á vegum Kvikmyndasafns Íslands í samstarfi við Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Frekari upplýsingar er að finna á kvikmyndasafn.is og bioparadis.is.