— Morgunblaðið/Eggert
Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi fyrir Alaska, flutti erindi sitt á málstofu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Silfurbergi í Hörpu í gær. Þar fjallaði hún um nýja sýn Bandaríkjanna á norðurslóðir

Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi fyrir Alaska, flutti erindi sitt á málstofu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Silfurbergi í Hörpu í gær. Þar fjallaði hún um nýja sýn Bandaríkjanna á norðurslóðir.

Sagði hún það mikinn heiður að fá að vera þátttakandi á þessu þingi, sem væri það stærsta hingað til. Væri það til marks um að Bandaríkjamenn settu þennan málaflokk í meiri forgang en áður.

Tók hún fram að á fyrstu þingum Hringborðs norðurslóða hefði fámennur hópur mætt frá Bandaríkjunum. Sérstaklega var hún stolt að sjá fjölmennan hóp mættan frá Alaska.