Rob Halford er eldri en tvævetur.
Rob Halford er eldri en tvævetur. — AFP/Suzanne Cordeiro
Bakslag Rob Halford, söngvari breska málmbandsins Judas Priest, hefur ekki farið varhluta af bakslaginu sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim. „Það er svo sem ekkert samanborið við ýmsa aðra en lumbrað er á mér í skilaboðum

Bakslag Rob Halford, söngvari breska málmbandsins Judas Priest, hefur ekki farið varhluta af bakslaginu sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim. „Það er svo sem ekkert samanborið við ýmsa aðra en lumbrað er á mér í skilaboðum. Ég sé hvað menn eru að segja og allt það,“ segir hann í samtali við hlaðvarpið WTF With Mark Maron. Halford óttast að fleiri og fleiri verði um kyrrt í skápnum af ótta við að verða að öðrum kosti lamdir í höfuðið með hafnaboltakylfu á förnum vegi, eins og dæmi eru um. „Fólk er skelfingu lostið. Við losnum aldrei við ofstækismenn en í öllum bænum ljáum þeim ekki hærri rödd.“