Förgun Kristinn Lár Hróbjartsson stýrir íslenska útibúinu.
Förgun Kristinn Lár Hróbjartsson stýrir íslenska útibúinu.
Bandaríska kolefnisföngunar- og förgunarfyrirtækið Running Tide hefur náð mikilvægum áfanga í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu á Íslandi en félagið afhenti nýlega fyrstu kolefniseiningar sínar til alþjóðlega vefverslunarfyrirtækisins Shopify

Bandaríska kolefnisföngunar- og förgunarfyrirtækið Running Tide hefur náð mikilvægum áfanga í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu á Íslandi en félagið afhenti nýlega fyrstu kolefniseiningar sínar til alþjóðlega vefverslunarfyrirtækisins Shopify. Frá þessu er sagt á heimasíðu Running Tide á Íslandi.

Þar segir einnig að Shopify sé einn fremsti fjárfestir í kolefnisbindingu í heiminum og hafi gott orðspor sem málsvari ábyrgrar þróunar á kolefnisbindingu. Áfanginn sé því stór bæði fyrir Running Tide og Ísland.