Einkaþjálfarinn Sigrún Snorradóttir var í viðtali í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim á dögunum. Sigrún fór í magahjáveituaðgerð, léttist helling, fór í einkaþjálfaranám og sérhæfir sig nú í að hjálpa fólki sem hefur farið í sambærilega aðgerð

Einkaþjálfarinn Sigrún Snorradóttir var í viðtali í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim á dögunum. Sigrún fór í magahjáveituaðgerð, léttist helling, fór í einkaþjálfaranám og sérhæfir sig nú í að hjálpa fólki sem hefur farið í sambærilega aðgerð. Námskeiðið H3 (hvatning, heilsa og hamingja) hefst alltaf á heilsusamtali. „Mér finnst mikilvægt að kynnast fólki aðeins, vita hvernig líkami þess er og fara yfir heilsu þess.“ Sigrún segir þá sem fara í hjáveituaðgerðir ekki endilega þurfa öðruvísi utanumhald en aðrir. „En þeir sem fara í svona efnaskiptaaðgerðir eiga það sameiginlegt að léttast mjög hratt. Hættan er þá að þeir missi meiri vöðvamassa en æskilegt er. „Að mínu mati er síðan ekki nógu mikil fræðsla eða undirbúningur fyrir svona aðgerðir. Það má alltaf gera betur,“ segir Sigrún. Lestu meira á K100.is.