List Eygló sýnir m.a. bókverk sem rekja má til Varanasi á Indlandi.
List Eygló sýnir m.a. bókverk sem rekja má til Varanasi á Indlandi. — Morgunblaðið/Einar Falur
Einkasýning Eyglóar Harðardóttur Þú átt leik verður opnuð í Ásmundarsal í dag, laugardaginn 21. október, kl. 15. Þar sýnir Eygló ný tví- og þrívíð abstraktverk ásamt bókverki

Einkasýning Eyglóar Harðardóttur Þú átt leik verður opnuð í Ásmundarsal í dag, laugardaginn 21. október, kl. 15. Þar sýnir Eygló ný tví- og þrívíð abstraktverk ásamt bókverki. Verk sýningarinnar eru í tilkynningu sögð máluð og unnin úr handgerðum pappír, kopar, ull og lituðu gleri. „Þau eru unnin sem marglaga, lifandi rannsókn – þar sem ferli og umbreyting hafa fengið að dvelja í og með efninu, og þannig hleypt hvort öðru af stað – í ferlinu, sem má líkja við umbreytingarás.“

Samnefnt bókverk „Þú átt leik“ er til sýnis í Gunnfríðargryfju og fram kemur að rekja megi upphaf þess til Varanasi á Indlandi þar sem Eygló sótti listamannadvöl árið 2019-2020. „Kjarni bókverksins eru lagskiptir indverskir pappírsstaflar, bundnir saman, unnir úr auðfengnum handunnum pappír, mislitum þráðum og sögulegum litarefnum fengnum í Varanasi. Saman við indverskan efniviðinn hefur sandpappír, flauelspappír, olíu- og þurrpastellitum verið bætt við eftir tveggja ára úrvinnslu í Reykjavík.“