— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Engu líkara er en að sólin hafi skinið á steinrunnin tröll þegar sjónarspil styttnanna í Öskjuhlíð bar við rauðan himininn undir kvöld í Reykjavík í gær. Var sólsetrið ágæt áminning um það að þó veður geti verið válynd þá styttir alltaf upp um síðir

Engu líkara er en að sólin hafi skinið á steinrunnin tröll þegar sjónarspil styttnanna í Öskjuhlíð bar við rauðan himininn undir kvöld í Reykjavík í gær. Var sólsetrið ágæt áminning um það að þó veður geti verið válynd þá styttir alltaf upp um síðir. Ef að líkum lætur kann sú gula, eins og sumir kalla hana, að láta sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í dag. Hitastig verður um 5-7 gráður ef marka má spá Veðurstofu.