Danska veðurstofan gaf út viðvörun í gær vegna mjög hættulegs veðurs sem gæti orsakað flóð víða á suðurströnd Sjálands, við Láland og Falstur og suðurhluta Fjóns og Litlabeltis. Óveðrið kemur úr austri og er búist við að það gangi yfir suður- og suðausturhluta Danmerkur og Borgundarhólm í dag.