Fegurð Samsöngur verður á sálumessu.
Fegurð Samsöngur verður á sálumessu.
Á Óperudögum verður Sálumessa Mozarts flutt af Hátíðarkór Óperudaga í Hallgrímskirkju á morgun sunnudag kl. 17. Áheyrendum er boðið að syngja…

Á Óperudögum verður Sálumessa Mozarts flutt af Hátíðarkór Óperudaga í Hallgrímskirkju á morgun sunnudag kl. 17. Áheyrendum er boðið að syngja með í kórunum í „sing along“-stíl og því einstakt tækifæri til að syngja þetta fallega verk í miklum fjöldasöng. Í dag laugardag kl. 10-12 verður opin æfing í Hallgrímskirkju og tónleikagestir sem vilja syngja með eru eindregið hvattir til að taka með eigin nótur. Takmarkað upplag verður til láns við dyrnar en þeim sem vilja eignast nótur er bent á Tónastöðina. Kórstjóri er Steinar Logi Helgason.