Norður ♠ K432 ♥ D1085 ♦ K4 ♣ K32 Vestur ♠ G95 ♥ 76 ♦ DG103 ♣ G976 Austur ♠ Á1086 ♥ 43 ♦ Á976 ♣ D108 Suður ♠ D7 ♥ ÁKG92 ♦ 852 ♣ Á54 Suður spilar 4♥

Norður

♠ K432

♥ D1085

♦ K4

♣ K32

Vestur

♠ G95

♥ 76

♦ DG103

♣ G976

Austur

♠ Á1086

♥ 43

♦ Á976

♣ D108

Suður

♠ D7

♥ ÁKG92

♦ 852

♣ Á54

Suður spilar 4♥.

„Ég er sammála Zia.“ Umræða um ofurmátt tölvunnar minnti Óskar uglu á 40 ára gamalt veðmál Zia, þar sem hann hét hverjum þeim tölvugúrú þúsund pundum sem gæti skrifað forrit sem ynni sig í brids. „Zia dró reyndar veðmálið fljótt til baka, en ég held að hann sé ennþá þeirrar skoðunar að menn giski betur en tölvur.“

Suður fær út tíguldrottningu gegn 4♥ og vörnin hirðir tvo slagi á litinn og skiptir yfir í tromp. Sagnhafi tekur slaginn í borði og spilar strax spaða á drottninguna heima. Hann fer inn í borð á tromp til að spila aftur spaða, undan kóngnum. Hvað nú? Á austur að dúkka eða stinga upp ás af ótta við ♠DG tvíspil?

Zia segir að reyndir spilarar hafi „borðtilfinningu“ og lesi svona stöður vel, á meðan tölvur neyðist til að giska blint. Kannski.