Katla Tryggvadóttir úr Þrótti í Reykjavík var langbesti ungi leikmaðurinn í Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2023, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Katla, sem er aðeins 18 ára, var afgerandi hæst af leikmönnum 21 árs og yngri í M-gjöfinni en hún fékk samtals 18 M

Katla Tryggvadóttir úr Þrótti í Reykjavík var langbesti ungi leikmaðurinn í Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2023, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

Katla, sem er aðeins 18 ára, var afgerandi hæst af leikmönnum 21 árs og yngri í M-gjöfinni en hún fékk samtals 18 M.

Næstar á eftir henni voru fjórar stúlkur með 11 M hver, Andrea Rut Bjarnadóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki, Arna Eiríksdóttir úr FH og Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni.

Þær eru allar í úrvalsliði 21 árs og yngri í deildinni, samkvæmt M-gjöfinni, sem má sjá hér fyrir ofan.