Jonna Jónborg Sigurðardóttir
Jonna Jónborg Sigurðardóttir
Jonna Jónborg Sigurðardóttir býður í dag kl. 15 til opnunar á sýningunni Hlýnun í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í fréttatilkynningu segir að Jonna noti myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þáttum

Jonna Jónborg Sigurðardóttir býður í dag kl. 15 til opnunar á sýningunni Hlýnun í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í fréttatilkynningu segir að Jonna noti myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þáttum. Verkin á sýningunni séu óhefðbundin textílverk sem vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum; hamfarahlýnun, bráðnun jökla og fleira.

„Verk mín eru öll unnin úr endurvinnanlegum efnum. Ég nota lopa og garnafganga sem ég hef tekið við frá öðrum og margt sem annars hefði endað í ruslinu, ég geng svo langt að tvinna saman stutta spotta og nýti allt. Stærsti partur af efnivið mínum er mikið magn af mjög vel prjónuðum bútum sem íbúi á Hlíð, Herborg Káradóttir, prjónaði en hún þjáðist af alzheimer og lést 2021.“