Biskup Agnes Sigurðardóttir segist ekki vinna í umboði kirkjuþings.
Biskup Agnes Sigurðardóttir segist ekki vinna í umboði kirkjuþings. — Morgunblaðið/Eggert
„Þegar reglurnar um kjörtímabil biskups voru settar á kirkjuþingi þá var talað um að þessar nýju starfsreglur ættu ekki við um sitjandi biskupa sem hefðu verið kosnir undir öðrum reglum. Það var hins vegar ekki sett inn í starfsreglurnar – og þar…

„Þegar reglurnar um kjörtímabil biskups voru settar á kirkjuþingi þá var talað um að þessar nýju starfsreglur ættu ekki við um sitjandi biskupa sem hefðu verið kosnir undir öðrum reglum. Það var hins vegar ekki sett inn í starfsreglurnar – og þar liggja mistökin að mínum dómi – að þetta sex ára kjörtímabil ætti við um framtíðina en ekki fortíðina,“ segir Agnes Sigurðardóttir biskup í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Agnes ræðir hvers vegna hún ákvað að áfrýja nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún ræðir einnig stöðu kirkjunnar og ágreining og deilur innan hennar. „Kannski er kirkjan ennþá unglingur og á eftir að þroskast í fullorðna sjálfstæða kirkju,segir Agnes í ítarlegu viðtali.