Byggingarvinna Þessir vinnumenn láta ekki deigan síga.
Byggingarvinna Þessir vinnumenn láta ekki deigan síga. — Morgunblaðið/Golli
Það er síbylja í þjóðfélaginu, ekki síst á Alþingi, um verðbólgu. Verðbólgu og vexti. Verðbólga um og undir tíu prósentum hefði einhvern tímann ekki þótt tiltökumál á Íslandi, og ekki sett allt á hliðina

Það er síbylja í þjóðfélaginu, ekki síst á Alþingi, um verðbólgu. Verðbólgu og vexti.

Verðbólga um og undir tíu prósentum hefði einhvern tímann ekki þótt tiltökumál á Íslandi, og ekki sett allt á hliðina.

Verðbólgan í dag er góðærisbólga vegna hagstæðra ytri skilyrða, ferðamannaflóðs sem heldur uppi genginu og menn komast upp með að selja þjónustu dýrt og ekki bara í Öskjuhlíðinni.

Sjötíu þúsund farandverkamenn sem tvöfalda framveltu sína í hagkerfinu, og næg atvinna fyrir þá sem geta bætt hag sinn á launavinnu.

Aðrir hlutir eru okkur mótdrægir eins og húsnæðisverð, drápsklyfjar í móttöku flóttamanna og sífellt stækkandi fjöldi opinberra starfsmanna.

Þar þyrfti að setja á nýráðningabann og fresta framkvæmdum um nokkra hríð, og vita hvort það drægi ekki úr spennu sem vissulega er á vinnumarkaði.

Auðvitað er endalaust verkefni að haldi þjóðarbúskapnum í jafnvægi, og til þess höfum við fjölda fólks við stjórnvölinn. Þyrftu kannski ekki að vera alveg svona margir.

Sunnlendingur