Tækni María Gudjohnsen sérhæfir sig í grafískri og þrívíddarhönnun.
Tækni María Gudjohnsen sérhæfir sig í grafískri og þrívíddarhönnun.
Sýning Maríu Gudjohnsen, Stafræn upprisa, verður opnuð í dag, laugardaginn 21. október, klukkan 17 í Þulu. Stafræn upprisa, sem stendur til 19. nóvember, er í kynningartexta frá galleríinu sögð vera „ferðalag um þrívíddarteiknaðar hreyfimyndir …

Sýning Maríu Gudjohnsen, Stafræn upprisa, verður opnuð í dag, laugardaginn 21. október, klukkan 17 í Þulu. Stafræn upprisa, sem stendur til 19. nóvember, er í kynningartexta frá galleríinu sögð vera „ferðalag um þrívíddarteiknaðar hreyfimyndir sem standa sem vitnisburður um tímabil hins stafræna sjálfs. Þar kannar listamaðurinn hið margþætta þema sem að nærvera okkar og tilvera á stafræna sviðinu er, eftir að líkamar okkar hafa yfirgefið hinn jarðneska heim. Stígðu inn í veröld þar sem minningar og fortíðarþrá renna saman við þá óþægilegu tilhugsun að afhenda stafræn gögn þín yfir í takmarkalausa víðáttu internetsins.“

María Gudjohnsen sérhæfir sig í grafískri og þrívíddarhönnun. „Verkin hennar eru vangaveltur um tilveruna og lífið með innblæstri úr vísindaskáldskap og mjög sérstakri fagurfræði. Miðlarnir sem hún notar eru yfirleitt alltaf bundnir við einhvers konar tölvu eða tækni, svo sem sýndarveruleika, varpanir, gervigreind eða hefðbundna skjái,“ segir einnig í tilkynningu.