Oddný G. Harðardóttir, t.h.
Oddný G. Harðardóttir, t.h.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Samfylkingin hefur verið á miklu flugi í skoðanakönnunum undir forystu hins nýja formanns hennar, Kristrúnar Frostadóttur, og hefur samkvæmt Gallup nýlega rofið hinn goðsagnakennda 30% múr, sem hefur ekki gerst síðan í fyrsta mánuði hrunstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009.

Samfylkingin hefur verið á miklu flugi í skoðanakönnunum undir forystu hins nýja formanns hennar, Kristrúnar Frostadóttur, og hefur samkvæmt Gallup nýlega rofið hinn goðsagnakennda 30% múr, sem hefur ekki gerst síðan í fyrsta mánuði hrunstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009.

Þingflokkurinn er þó aðeins sex manna og varla það, miðað við þá skæðadrífu fréttaskeyta sem Ólafur Kvaran aðstoðarmaður Kristrúnar sendir fjölmiðlum af orðkynngi formannsins og skörungsskap í þingsal. Þar er afreka annarra þingmanna ekki getið.

Samfylkingin enda í hamskiptum; búið er að breyta nafninu oggulítið, búið að skipta um merki, Evrópumálin horfin úr talpunktunum, búið að flæma Helgu Völu Helgadóttur burt og altalað að megnið af þingflokknum verði hreinsað út fyrir næstu kosningar.

Viljinn segir hins vegar frétt sem flokksforystan flaggar ekki, að aðalfundur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi – vígi Oddnýjar G. Harðardóttur – hafi ályktað að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru væru lykilatriði í stefnunni.

Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri taki undir Evrópuhugsjónina. Kannski var Kristrún of fljót á sér að setja Oddnýju í úreldingarflokk, hana langar greinilega ekkert að hætta.