Britney Spears
Britney Spears
Von er á ævisögu poppstjörnunnar Britney Spears sem ber titilinn The Woman in Me næsta þriðjudag og er hún þar sögð segja sögu sína á eigin forsendum í fyrsta sinn. Ýmsar vangaveltur og fullyrðingar um innihald bókarinnar eru þegar farnar á flug…

Von er á ævisögu poppstjörnunnar Britney Spears sem ber titilinn The Woman in Me næsta þriðjudag og er hún þar sögð segja sögu sína á eigin forsendum í fyrsta sinn. Ýmsar vangaveltur og fullyrðingar um innihald bókarinnar eru þegar farnar á flug enda virðast einhverjir fjölmiðlar og aðrir hafa eintak undir höndum. Í frétt SVT um málið kemur fram að Spears skrifi um föður sinn í bókinni og haft er eftir henni að forræði föður hennar, árin 2008 til 2021, hafi svipt hana kvenleika sínum og gert hana að barni.

Þá fjallar The Guardian um skrif Spears um samband sitt við Justin Timberlake og þá reynslu að hafa farið í þungunarrof, þrátt fyrir að hafa verið ánægð með að eiga von á barni, vegna þess að Timberlake hafi ekki þótt þau vera tilbúin til að eignast barn.