Stjórnin Vilja hamla hælisleyfi fyrir innflytjendur landa utan Evrópu.
Stjórnin Vilja hamla hælisleyfi fyrir innflytjendur landa utan Evrópu. — AFP/Fredrik Sandberg
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna og Svíþjóðardemókrata birtu grein í Dagens Nyheter í gær þar sem tilkynnt var að til stæði að reyna að gera hælisleitendum frá ólíkum menningarsvæðum erfiðara fyrir að fá bætur í Svíþjóð

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna og Svíþjóðardemókrata birtu grein í Dagens Nyheter í gær þar sem tilkynnt var að til stæði að reyna að gera hælisleitendum frá ólíkum menningarsvæðum erfiðara fyrir að fá bætur í Svíþjóð. Fram kom í gær að ljóst væri að innflytjendur frá mjög ólíkum menningarheimum væru ekki að aðlagast vel sænsku þjóðfélagi og hefðu allt annað gildismat og aðra hugmyndafræði en Svíar. Þessir hópar hefðu safnast saman í úthverfum Stokkhólms og víðar þar sem glæpir væru mikið vandamál. Svíum væri betur borgið að hlúa að þeim hælisleitendum sem aðlagast þjóðfélaginu betur.

Í greininni kom fram að 770 þúsund hælisleitendur frá svæðum utan Evrópu hefðu komið til Svíþjóðar frá 2012 og hægt væri að segja að Svíþjóð væri klofin. Leggja þyrfti áherslu á sænskukennslu og fara fram á að hælisleitendur fyndu vinnu.