Samvera Markmið Uppsiglingar er að fólk fái tækifæri til að syngja saman.
Samvera Markmið Uppsiglingar er að fólk fái tækifæri til að syngja saman.
Félagið Uppsigling stendur fyrir samsöng í Hannnesarholti í dag, laugardaginn 21. október, kl. 14. Á dagskrá verða „lög Jónasar Árnasonar með gestum, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans á þessu ári“

Félagið Uppsigling stendur fyrir samsöng í Hannnesarholti í dag, laugardaginn 21. október, kl. 14. Á dagskrá verða lög Jónasar Árnasonar með gestum, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans á þessu ári. Textum verður varpað á tjald og allir geta sungið með. Söngfélagið Uppsigling er óformlegt félag fólks sem hefur gaman af að syngja með frjálslegu sniði. Við komum saman annan hvern föstudag yfir veturinn og syngjum okkur til ánægju við eigin undirleik,“ segja Uppsiglingarmenn. „Tilgangurinn með félaginu er að fólk fái tækifæri til að syngja saman, þjálfast í einföldum samsöng, læra lög og texta og hafa af því gaman.