Þessi ágæti maður auglýsti Badedas-baðið 1963. Ekki fylgdi sögunni hvort um er að ræða héraðslækninn þekkta sem vitnað er í í auglýsingunni.
Þessi ágæti maður auglýsti Badedas-baðið 1963. Ekki fylgdi sögunni hvort um er að ræða héraðslækninn þekkta sem vitnað er í í auglýsingunni.
„Eftir Badedas vítamín-bað mun yður líða sérstaklega vel. – Skinn yðar mýkist og verður ferskt og líflegt, og blóðið rennur eðlilega um líkamann. Ef þér farið aðeins eftir Badedas bað aðferð, þá er baðið fullkomlega vítamínerað.“…

„Eftir Badedas vítamín-bað mun yður líða sérstaklega vel. – Skinn yðar mýkist og verður ferskt og líflegt, og blóðið rennur eðlilega um líkamann. Ef þér farið aðeins eftir Badedas bað aðferð, þá er baðið fullkomlega vítamínerað.“

Þessar upplýsingar komu fram í auglýsingu frá heildversluninni H.A. Tulinius í Morgunblaðinu í október 1963. Einnig var þess getið að einn þekktasti héraðslæknir okkar hefði látið þau orð falla að eitt það fyrsta sem hann gerði eftir erfiða læknisferð væri að taka sér Badedas-bað. Lesendur voru hvattir til að nota Badedas ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkaði nefnilega hin hressandi áhrif Badedas og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina.

Og nóg átti að vera til. „Hinar heimsþekktu U.H.U.-verksmiðjur hafa með frábærum árangri framleitt baðefnið Badedas, sem inniheldur vitamín. – Badedas hefir ávallt selst upp í verzlunum, þegar það hefur komið, en nú ætla verksmiðjurnar af sinni alkunnu vinsemd að afgreiða það magn sem við þurfum til þess að anna eftirspurn.“