Líf og fjör Kvöldunum hefur verið lýst sem menningarkokteil sem endurspeglar hina ótalmörgu fögru óséðu króka og kima íslensks samfélags.
Líf og fjör Kvöldunum hefur verið lýst sem menningarkokteil sem endurspeglar hina ótalmörgu fögru óséðu króka og kima íslensks samfélags.
Þjóðleikhúsið stendur fyrir dagskrá þar sem fram kemur listafólk úr minnihlutahópum og minnihlutasamfélögum á Íslandi. Dagskrárstjórn og umsjón er í höndum R.E.C Arts Reykjavík, en sá hópur var stofnaður með það markmið að auka sýnileika og þátttöku …

Þjóðleikhúsið stendur fyrir dagskrá þar sem fram kemur listafólk úr minnihlutahópum og minnihlutasamfélögum á Íslandi. Dagskrárstjórn og umsjón er í höndum R.E.C Arts Reykjavík, en sá hópur var stofnaður með það markmið að auka sýnileika og þátttöku listafólks í minnihlutahópum í íslensku listalífi og berjast gegn birtingarmyndum af úreltum stereótýpum.

Hópurinn hefur tekið að sér dagskrárstjórn og umsjón með fjórum kvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur þar sem listafólk úr minnihlutahópum verður í öndvegi. Fyrsta kvöld af fjórum verður í kvöld, laugardaginn 21. október, og þar verður boðið upp á hrekkjavökuþema. Fjöldi listamanna kemur fram, Mauricio Villavizar uppistandari, Anya Shaddock, söngkona og lagahöfundur, Nemesis Van Cartier & Kora, sem sýna dans, Smokey Quartz draglistamaður, Dan Ro uppistandari, StripLab Rvk sýnir stangardans og gjörninga auk þess sem hljómsveitin Paragram kemur fram. Táknmálstúlkun verður í boði.

Kvöldunum hefur verið lýst sem menningarkokteil sem endurspeglar hina ótalmörgu fögru óséðu króka og kima íslensks samfélags. Boðið er upp á ýmis listform, lifandi tónlist, uppistand, dragsýningar, söngleik, slam-ljóð, danshópa, burlesque, spuna og söguflutningskeppni, og allt er það flutt af listamönnum úr minnihlutahópum og samfélögum, þ.e.a.s. fólki af lit, LGBTQIA+, fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum o.s.frv. Miðar fást á vef Þjóðleikhússins.