Breiðablik Blikar fá ekki að spila heimaleik erlendis í nóvember.
Breiðablik Blikar fá ekki að spila heimaleik erlendis í nóvember. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni Breiðabliks og Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, um að færa síðasta heimaleik Kópavogsliðsins í Sambandsdeild Evrópu út fyrir landsteinana. Breiðablik á fjóra leiki fyrir höndum í B-riðli Sambandsdeildarinnar

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni Breiðabliks og Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, um að færa síðasta heimaleik Kópavogsliðsins í Sambandsdeild Evrópu út fyrir landsteinana. Breiðablik á fjóra leiki fyrir höndum í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Síðasti heimaleikur liðsins í keppninni, gegn Maccabi Tel Aviv, fer fram þann 30. nóvember og á að fara fram á Laugardalsvelli en ekki er víst hvort völlurinn verði leikfær.