Emilia Jones leikur í myndinni.
Emilia Jones leikur í myndinni. — AFP/Amy Sussman
Sambönd Árið 2017 birti The New Yorker smásöguna Cat Person eftir Kristen Roupenian sem fjallar um námskonu á þrítugsaldri sem kynnist karlmanni á fertugsaldri á netinu. Þegar fundum þeirra loks ber saman í raunheimum reynist hann hvergi nærri eins aðlaðandi og hún hélt

Sambönd Árið 2017 birti The New Yorker smásöguna Cat Person eftir Kristen Roupenian sem fjallar um námskonu á þrítugsaldri sem kynnist karlmanni á fertugsaldri á netinu. Þegar fundum þeirra loks ber saman í raunheimum reynist hann hvergi nærri eins aðlaðandi og hún hélt. Sagan fór á flug og hrinti af stað umræðu um samþykki, heiðarleika og rómantík á 21. öldinni. Nú er búið að frumsýna í Bandaríkjunum kvikmynd um sama efni í leikstjórn Susönnu Fogel. Með helstu hlutverk fara Emilia Jones og Nicholas Braun. Að sögn Variety er myndin í senn fyndin og óþægileg og á án efa eftir að verða innlegg í umræður um stefnumótamenningu.