Bruni Rústir hússins sem brann við Bræðaborgarstíg árið 2020.
Bruni Rústir hússins sem brann við Bræðaborgarstíg árið 2020. — Morgunblaðið/Eggert
Innviðaráðherra hef­ur lagt frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um lög­heim­ili og aðsetur, lög­um um mann­virki og lög­um um bruna­varn­ir inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Frum­varpið, sem er afurð mik­ill­ar sam­ráðsvinnu í kjöl­far bruna…

Innviðaráðherra hef­ur lagt frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um lög­heim­ili og aðsetur, lög­um um mann­virki og lög­um um bruna­varn­ir inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Frum­varpið, sem er afurð mik­ill­ar sam­ráðsvinnu í kjöl­far bruna við Bræðra­borg­ar­stíg 1 þar sem þrjú lét­ust sum­arið 2020, er lagt fram til efl­ing­ar á bruna­vörn­um og ör­yggi fólks sem hef­ur fasta bú­setu í at­vinnu­hús­næði.

Meðal ann­ars er lagt til að þeim sem eru skráðir án til­greinds heim­il­is­fangs og hafa fasta bú­setu í at­vinnu­hús­næði bjóðist að skrá sig með sér­stakt aðset­ur hjá Þjóðskrá Íslands. „Þetta er gert í ör­ygg­is­skyni svo slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar viti hverj­ir búi í at­vinnu­hús­næði þegar vá ber að hönd­um,“ seg­ir í kynn­ingu máls­ins í sam­ráðsgátt.

Seg­ir enn ­frem­ur í kynn­ing­unni að aðsetri fylgi eng­in rétt­indi og því sé í engu hægt að bera það sam­an við lög­heim­il­is­skrán­ingu. Þannig sé eng­inn hvati á bak við skrán­ingu ann­ar en að tryggja ör­yggi íbúa. Hins veg­ar sé einnig að finna ákvæði í frum­varp­inu sem leggi þá ábyrgð á eig­end­ur at­vinnu­hús­næðis að hlutast til um að skrán­ing ein­stak­linga sem hafa fasta bú­setu í hús­næði þeirra sé rétt.

Verk­efnið brýnt

Í frum­varp­inu er þá að finna ýmis önn­ur ákvæði um að efla bruna­varn­ir og heim­ild­ir slökkviliðsins til eft­ir­lits, svo sem heim­ild til inn­göngu í hús­næði og heim­ild til beit­ingar stjórn­valds­sekta svo dæmi séu nefnd. Tekið er fram að verk­efnið sé brýnt og um­sagnaraðilar eru hvatt­ir til að kynna sér frum­varpið sem fyrst. Um­sagn­ar­frest­ur er til og með 29. októ­ber.