Ný íslensk-norsk ópera, Systemet, verður frumflutt í Kaldalóni Hörpu í kvöld, 23. október, kl. 20. Sýningin er hluti af Óperudögum

Ný íslensk-norsk ópera, Systemet, verður frumflutt í Kaldalóni Hörpu í kvöld, 23. október, kl. 20. Sýningin er hluti af Óperudögum. Verkið er eftir Gísla Jóhann Grétarsson tónskáld og Odu Fiskum líbrettista og var það heimsfrumflutt í Þrándheimi fyrr í mánuðinum. Systemet er sögð „gamansöm kammerópera um skandinavíska velferðarkerfið“. Í tilkynningu segir jafnframt: „Systemet er hornsteinninn í sósíaldemókratíska samfélagssáttmálanum en það virkar ekki alveg eins og ætlast er til.“