MTV Hátíðin átti að fara fram í Frakklandi en verður frestað um ár.
MTV Hátíðin átti að fara fram í Frakklandi en verður frestað um ár. — AFP/Angela Weiss
Evrópsku MTV-tónlistarverðlaununum hefur verið aflýst vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Halda átti hátíðina í París hinn 5. nóvember næstkomandi en ákveðið hefur verið að blása viðburðinn af vegna þeirra hryllilegu atburða og átaka sem nú geisa í Ísrael og á Gasasvæðinu

Evrópsku MTV-tónlistarverðlaununum hefur verið aflýst vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Halda átti hátíðina í París hinn 5. nóvember næstkomandi en ákveðið hefur verið að blása viðburðinn af vegna þeirra hryllilegu atburða og átaka sem nú geisa í Ísrael og á Gasasvæðinu. The Guardian greinir frá.

„Okkur finnst það ekki við hæfi að halda alþjóðlega tónlistarhátíð í skugga þeirra hræðilegu atburða sem nú gerast í Ísrael og á Gasa,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda hátíðarinnar.

„Nú þegar þúsundir manna liggja í valnum er frekar við hæfi að syrgja en fagna.“

Tónlistarverðlaunahátíðin átti að fara fram í Paris Nord Villepinte-sýningarmiðstöðinni en verður nú frestað fram í nóvember 2024.

Samkvæmt fregnum hafði morð á kennara í Arras í Frakklandi í síðustu viku áhrif á ákvörðun skipuleggjenda. Dominique Bernard, 57 ára frönskukennari, lést eftir hnífstungu af völdum meints öfgamanns íslamista.