Björn Bjarnason skrifar um að BBC hafi sætt „harðri gagnrýni fyrir að hafa það sem meginreglu að kalla hryðjuverkamenn Hamas militants sem er íslenskað með orðunum ófriðarseggur eða vígamaður“. Forseti Ísraels hafi sagt þetta „viðurstyggilega“ stefnu hjá BBC og sl. föstudag hafi yfirstjórn BBC skýrt frá því „að stöðin hefði breytt meginreglu sinni um lýsingu á Hamas, framvegis yrði sagt að um væri að ræða samtök „sem breska ríkisstjórnin og aðrir lýstu sem hryðjuverkasamtökum““.

Björn Bjarnason skrifar um að BBC hafi sætt „harðri gagnrýni fyrir að hafa það sem meginreglu að kalla hryðjuverkamenn Hamas militants sem er íslenskað með orðunum ófriðarseggur eða vígamaður“. Forseti Ísraels hafi sagt þetta „viðurstyggilega“ stefnu hjá BBC og sl. föstudag hafi yfirstjórn BBC skýrt frá því „að stöðin hefði breytt meginreglu sinni um lýsingu á Hamas, framvegis yrði sagt að um væri að ræða samtök „sem breska ríkisstjórnin og aðrir lýstu sem hryðjuverkasamtökum““.

Í framhaldi af þessu á að sögn Björns að kalla útvarpsstjóra BBC fyrir þingflokk Íhaldsflokksins til að ræða áhyggjur þingmanna vegna vinstri slagsíðu á BBC. Og hann segir að á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta séu enn ríkari kröfur en ella gerðar til flutnings frétta í miðlum sem kostaðir séu af skattfé almennings eða með opinberri gjaldtöku eins og BBC.

En Björn bætir því við að menn geti „gert sér í hugarlund hvílíkt ramakvein kæmi frá starfsmönnum ríkisútvarpsins væri útvarpsstjóri kallaður fyrir þingflokksfund eða -fundi til að svara fyrir orðnotkun eða fréttaflutning RÚV“.

Hér sé skortur á gagnrýni af hálfu kjörinna fulltrúa almennings og trúnaðarmanna þeirra í stjórn RÚV, sem verði „sífellt sjálfhverfari stofnun og fjarlægari meginstraumum samtímans eins og sést best á fréttavali og viðmælendum fréttamanna“.