— Morgunblaðið/Eggert
Konur og kvár lögðu niður störf víða um land í gær og mikill fjöldi tók þátt í kröfufundi í Reykjavík vegna kvennaverkfallsins. Málefnin sem voru rædd eru alvarleg en mikill baráttuhugur var í fólki og stemning góð

Konur og kvár lögðu niður störf víða um land í gær og mikill fjöldi tók þátt í kröfufundi í Reykjavík vegna kvennaverkfallsins. Málefnin sem voru rædd eru alvarleg en mikill baráttuhugur var í fólki og stemning góð. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda verkfallsins, sagði að óhætt væri að segja að þátttakan hefði farið fram úr björt­ustu vonum þeirra sem komu að skipu­lagn­ing­unni. „Svona erum við sterk sam­an, sagði Sonja Ýr meðal annars í samtali við Morgunblaðið.