Þrjú verk verða flutt á tónleikum Nordic Affect í Mengi í kvöld klukkan 21 og þar á meðal heimsfrumflutningur á tónverkinu „Untitled Landscape“ eftir Anders Hultquist þar sem austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein og danska skáldið Signe Gjessing veita innblástur
Þrjú verk verða flutt á tónleikum Nordic Affect í Mengi í kvöld klukkan 21 og þar á meðal heimsfrumflutningur á tónverkinu „Untitled Landscape“ eftir Anders Hultquist þar sem austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein og danska skáldið Signe Gjessing veita innblástur. Í verki Davíðs Brynjars Davíðssonar verður notast við gervigreind og í verki Bergrúnar Snæbjörnsdóttur eru það vistfræðilegar pælingar Timothys Mortons úr Dark Ecology sem enduróma.