Töluverður fjöldi lagði leið sína að sýningarsvæðinu, en kynningin stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá hluta gesta sem hlýddu á Kaleo spila.
Töluverður fjöldi lagði leið sína að sýningarsvæðinu, en kynningin stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá hluta gesta sem hlýddu á Kaleo spila.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Icelandair, í samstarfi við Íslandsstofu, Bláa lónið, Icelandia, 66°Norður og Special Tours, stóð fyrir umfangsmikilli Íslandskynningu í Boston um liðna helgi. Sambærilegur viðburður var haldinn í Lundúnum í fyrrahaust með góðum árangri

Icelandair, í samstarfi við Íslandsstofu, Bláa lónið, Icelandia, 66°Norður og Special Tours, stóð fyrir umfangsmikilli Íslandskynningu í Boston um liðna helgi. Sambærilegur viðburður var haldinn í Lundúnum í fyrrahaust með góðum árangri.

Viðburðurinn vakti athygli helstu fjölmiðla á svæðinu sem fengu forsvarsmenn Icelandair og annarra samstarfsaðila í viðtöl. Á viðburðinum sjálfum var boðið upp á íslenska kjötsúpu, fisk og franskar en einnig drykki, meðal annars Reyka vodka. Þá var settur upp sýningarsalur þar sem lögð var áhersla á Bláa lónið og vörur 66°N auk þess sem fjallað var um íslenska tónlistarmenn.

Sérstakur viðburður fór fram fyrir fjölmiðlamenn og áhrifavalda, en að öðru leyti var viðburðurinn opinn almenningi þar sem boðið var upp á skemmtiatriði, tónlist, lukkuhjól, veitingar og flæðandi hraun á vegum Lava Show. Þá var lögð áhersla á fjölskyldudagskrá á sunnudeginum.

Gísli Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair, segir að viðburður sem þessi sé vel til þess fallinn að vekja athygli á áfangastaðnum Íslandi. Nánar er rætt við Gísla í sjónvarpsviðtali á mbl.is í dag.