Norður ♠ Á2 ♥ D1095 ♦ ÁKG7 ♣ Á87 Vestur ♠ 83 ♥ 7 ♦ 109865432 ♣ G10 Austur ♠ KD1065 ♥ 83 ♦ – ♣ K65432 Suður ♠ G974 ♥ ÁKG642 ♦ D ♣ D9 Suður spilar 6♥

Norður

♠ Á2

♥ D1095

♦ ÁKG7

♣ Á87

Vestur

♠ 83

♥ 7

♦ 109865432

♣ G10

Austur

♠ KD1065

♥ 83

♦ –

♣ K65432

Suður

♠ G974

♥ ÁKG642

♦ D

♣ D9

Suður spilar 6♥.

Fyrri hluti Deildakeppninnar fór fram í Síðumúlanum um helgina og var leikur sýndur á BBO í hverri einustu umferð. „Frábært framtak,“ segja fuglarnir, sem fylgdust með af miklum áhuga. Spil úr 4. umferð vakti hjá þeim blendnar tilfinningar: Hálfslemma í hjarta var sögð á sex borðum en hvergi dobluð þrátt fyrir gapandi eyðu austurs í tígli. „Okkur finnst keppendur ekki sýna Theodore Lightner næga virðingu.“

„Auðvitað doblar enginn heilvita maður 6♥,“ sagði Gölturinn, sem var mættur í kaffi til skrafs og yfirlýsinga: „Þeir breyta bara í 6G, sem engin leið er að hagga.“ Það er nokkuð til í því og kannski var það ástæðan fyrir varkárni austurs – en líka hitt, að sums staðar voru NS að þreifa fyrir sér eftir sjö. Alla vega: Aðeins á tveimur borðum hitti vestur á banvænt tígulútspil, annars kom út meinlaus spaði.