Kona um fer­tugt var í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær úr­sk­urðuð í fjög­urra vikna áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í þágu rann­sókn­ar lög­regl­u á and­láti karl­manns á sex­tugs­aldri í íbúð fjöl­býl­is­húss í Báta­vogi í Reykja­vík í síðasta mánuði

Kona um fer­tugt var í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær úr­sk­urðuð í fjög­urra vikna áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í þágu rann­sókn­ar lög­regl­u á and­láti karl­manns á sex­tugs­aldri í íbúð fjöl­býl­is­húss í Báta­vogi í Reykja­vík í síðasta mánuði. Kon­an mun sæta varðhaldi til 21. nóv­em­ber. Lög­regl­an seg­ir í til­kynn­ingu að ekki sé hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Fram hefur komið í máli lögreglu að allt bendi til þess að manninum hafi verið ráðinn bani í íbúðinni. Var konan handtekin á vettvangi og úrskurðuð í varðhald. „Við telj­um okk­ur geta sagt það með vissu að mann­in­um hafi verið ráðinn bani og áverk­ar á hon­um eru með þeim hætti, án þess að ég geti farið nán­ar út í það hvaða áverk­ar það eru,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason aðstoðar­yfirlögregluþjónn við mbl.is.