Listasmiðja Gestum viðburðarins býðst að vinna að eigin skúlptúrum.
Listasmiðja Gestum viðburðarins býðst að vinna að eigin skúlptúrum.
Tveir skúlptúrtengdir viðburðir verða haldnir í dag, fimmtudaginn 26. október, í Gerðarsafni Listasafns Kópavogs. Dagskráin er hluti af Fimmtudeginum langa þar sem listasöfn og sýningarstaðir bjóða upp á lengdan þjónustutíma og sérvalda viðburði

Tveir skúlptúrtengdir viðburðir verða haldnir í dag, fimmtudaginn 26. október, í Gerðarsafni Listasafns Kópavogs. Dagskráin er hluti af Fimmtudeginum langa þar sem listasöfn og sýningarstaðir bjóða upp á lengdan þjónustutíma og sérvalda viðburði.

Þrír listamenn, Claire Paugam, Elísabet Brynhildardóttir og Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, verða með leiðsögn um verk sín á sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr kl. 17. Milli kl. 18 og 21 verður haldin fyrsta listasmiðjan undir yfirskriftinni Skúlptúr og smörre, sem er hugguleg kvöldstund fyrir fullorðna þar sem unnið er að gerð skúlptúra, „frá hugmynd að listaverki“. Fyrsta smiðjan verður leidd af myndlistarmanninum Erni Alexander Ámundasyni.