Christopher Newman
Christopher Newman
Kvikmyndahátíðin Northern Lights – Fantastic Film Festival er þematengd og nú haldin í fyrsta sinn nálægt hrekkjavöku á Akureyri. Hefst hún í dag og stendur til 29. október en í tilkynningu segir að á hátíðinni verði sýndar 38 alþjóðlegar stuttmyndir í Hofi sem keppi til veglegra verðlauna

Kvikmyndahátíðin Northern Lights Fantastic Film Festival er þematengd og nú haldin í fyrsta sinn nálægt hrekkjavöku á Akureyri. Hefst hún í dag og stendur til 29. október en í tilkynningu segir að á hátíðinni verði sýndar 38 alþjóðlegar stuttmyndir í Hofi sem keppi til veglegra verðlauna.

Heiðursgestur er Christopher Newman, sem framleiddi meðal annars Game of Thrones, Lord of the Rings Rings of Power, en hann tekur þátt í pallborði og situr í dómnefnd ásamt leikstjórunum Ingu Lísu Middleton, sem einnig tekur þátt í pallborði, og ­Erlingi Óttari Thoroddsen.

Aðstandendur hátíðarinnar eru þau Ársæll Sigurlaugar Níelsson leikari og framleiðandi, Brynja Baldursdóttir myndlistarkona og hönnuður og Marzibil Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona.