Bikarlið Haukakonur eru bikarmeistarar síðustu þriggja ára. Haukar mæta Ármanni úr 1. deildinni í 16-liða úrslitum í desembermánuði.
Bikarlið Haukakonur eru bikarmeistarar síðustu þriggja ára. Haukar mæta Ármanni úr 1. deildinni í 16-liða úrslitum í desembermánuði. — Morgunblaðið/Óttar
Dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardalnum í gær. Kvennamegin fór m.a. svo að Keflavík dróst gegn Keflavík b og því áhugavert körfuboltakvöld fram undan í Bítlabænum

Dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardalnum í gær.

Kvennamegin fór m.a. svo að Keflavík dróst gegn Keflavík b og því áhugavert körfuboltakvöld fram undan í Bítlabænum.

Tveir úrvalsdeildarslagir fara þá fram kvennamegin þar sem Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki og nýliðarnir í úrvalsdeildinni, Stjarnan og Snæfell, munu etja kappi.

Alls verða úrvalsdeildaslagirnir fimm þar sem karlamegin eru þeir alls þrír. Hamar mætir Hetti, Grindavík og Haukar etja kappi og Breiðablik og Tindastóll sömuleiðis.

Þægilegt hjá meisturunum

Ríkjandi bikarmeistarar fengu frekar þægilega drætti. Valur, sem er bikarmeistari karla, mætir KV úr 2. deildinni á útivelli. Haukar, sem eru bikarmeistarar í kvennaflokki síðustu þriggja ára, mæta Ármanni úr 1. deildinni.

16-liða úrslitin verða leikin dagana 9.-11. desember og verður dregið í 8-liða úrslit hinn 13. desember.

Bikarúrslitin verða leikin dagana 19.-24. mars á næsta ári, þar sem karlarnir leika í undanúrslitum hinn 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars.