Holberg Másson
Holberg Másson
Vegagerðin hefur látið gera mjög góðar skýrslur sem má finna á vef hennar.

Holberg Másson

Við ritun þessara pistla um jarðgöng hefur verið stuðst við mjög góðar heimildir um þörf fyrir og hugsanlegar útfærslur og kostnað á jarðgöngum á höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu. Vegagerðin hefur látið gera mjög góðar skýrslur sem má finna á vef hennar.

Í júlí 2007 var gerð 88 bls. skýrsla, „Stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007, úttekt á núverandi ástandi og framtíðarhorfur 2050+“, verkefnastjóri Þórarinn Hjaltason.

Í þessari skýrslu er metið hvað væri besti kostur til að leysa umferð um höfuðborgarsvæðið. Var niðurstaðan sú að grafa þyrfti kerfi jarðganga undir svæðið.

Í skýrslunni kemur fram m.a.:

„Ef og þegar sú staða kemur upp að umferðarálag verður meira en meginstofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins ræður við, þrátt fyrir endurbætur á kerfinu og ýmsar aðgerðir til að draga úr bílaumferð, er lagt til að ráðist verði í gerð jarðganga í grennd við meginstofnvegina til að létta á þeim. Bent er á ýmsa möguleika í þeim efnum.“ Tilvitnun lýkur.

Nú 15 árum seinna hefur ekki verið farið eftir þeirri ráðgjöf sem var talin nauðsynleg.

Jarðgöng á áætlun (júní 2022), skýrsla (218 bls.). Mjög flott skýrsla um flest nauðsynleg jarðgöng á landsbyggðinni, það mun taka 85 ár að gera þau jarðgöng sem eru nauðsynleg til að hægt sé að keyra hindrunarlaust á alla þéttbýlisstaði á Íslandi.

Samgönguáætlun, og sáttmáli um samgöngur, á vefnum stjornarradid.is.

Strætó, ársskýrslur og skýrslur um almenningssamgöngur á vef strætó, straeto.is.

Kemur fram m.a.:

„Tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu 2012-2022 Ástandsvísar – Þróun samgangna 2011-2019“

„Í byrjun maí 2012 samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni til eflingar almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Meginmarkmið samkomulagsins er að tvöfalda a.m.k. hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu á samningstímanum og sporna með þeim hætti við tilsvarandi aukningu eða draga úr notkun einkabílsins, og draga jafnframt úr þörf á fjárfrekum fjárfestingum í nýjum umferðarmannvirkjum.“

Kemur fram í skýrslunni að tilraunaverkefni um strætó 2012-2022 mistókst.

Aðrar áhugaverðar skýrslur:

Vegagerðin – Grænbók um samgöngur, áhrifasvæði Sundabrautar

Vegagerðin – fimm jarðgangakostir á höfuðborgarsvæðinu, höfuðborgarsvæðið 2040

Betri almenningssamgöngur (borgarlína)

Hugmynd um lest að Keflavíkurflugvelli, júlí 2014

Stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins til 2044

Gerðar hafa verið mjög góðar skýrslur um bílaumferð, umferðarmannvirki, uppbyggingu stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu og jarðgöng úti á landi. Góðar skýrslur um strætó, um borgarlínu, um fluglínu.

Það sem vantar eru framkvæmdir.

Höfundur er formaður Sjálfstæðisfélags Miðborgar og Norðurmýrar.