— Ljósmynd/Unsplash/Artem Shuba
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hver borg býður upp á einstakt sjónarspil yfir aðventuna; frá sjarma New York til hefðbundinna jólamarkaða Evrópu. Icelandair flýgur til áhugaverðra áfangastaða…

Hver borg býður upp á einstakt sjónarspil yfir aðventuna; frá sjarma New York til hefðbundinna jólamarkaða Evrópu. Icelandair flýgur til áhugaverðra áfangastaða fyrir aðventuferð þar sem ljósin tifa og ilmur jólanna liggur í loftinu.

München

München tekur á sig sérstakan blæ í kringum jólahátíðina. Borgarbúar taka hátíðina alvarlega og því er úr breiðu úrvali jólamarkaða að velja sem alllir hafa upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða fyrir unga sem aldna. Hinn hefðbundni Christkindlmarkt stendur alltaf fyrir sínu en ekki síður skærbleiki markaðurinn við Stephanplatz, eða sá með alpaþemanu við Residenz-höllina að ógleymdum miðaldaþemamarkaðnum við Wittelsbacher Platz. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og komist í klikkað jólaskap í München.

Skoðaðu jólaljós borgarinnar, þessarar helstu menningar- og listaborgar Þýskalands, og berðu ljósadýrð hennar augum úr jólalestinni. Prófaðu líka krull við Nymphenburger-skurðinn, skautaðu við Stachus-torg eða röltu um einhverja af mörgum verslunargötum borgarinnar og kláraðu jólainnkaupin í töfrandi bæheimsku umhverfi.

Icelandair flýgur til München allan ársins hring. Borgin hefur upp á svo ótal margt að bjóða. Hún stendur á milli Alpanna og blíðs flaums Isar-árinnar, og hlúir vel að bæði náttúruunnendum og borgarkönnuðum.

Andaðu að þér frískandi alpafjallaloftinu, kannaðu söguslóðir, söfnin við Altstadt, gerðu kostakaup við Kaufingerstrasse, reyndu að forðast að bera það fram en sæktu Glockenbachviertel heim til að kynnast nýjustu straumum og stefnum, öðruvísi verslunum og flottum kaffihúsum.

Mikið er um að vera í borginni í september og október, þá einna helst vegna Októberfest-hátíðarinnar sem er vel sótt af bjórþyrstum ferðalöngum víðs vegar utan úr heimi. Þrátt fyrir það iðar München gjarnan af lífi en þar er alltaf eitthvað um að vera árið um kring og sérlega vinsælt er að heimsækja borgina í desembermánuði og drekka í sig jólaandann.

Brussel

Aðventan í Brussel er yndislegt sjónarspil en Icelandair býður upp á flug þangað allan ársins hring. Kíktu á Winter Wonders og víðfeðma jólamarkaðinn, njóttu belgíska súkkulaðisins og dáðstu að hátíðarlýsingu Atomium. Skautaðu undir glóandi turnum La Grand Place og hlýjaðu þér á huggulegum belgískum krám. Brussel býður upp á hátíðarstemningu sem er engri lík.

Brussel, hjarta Evrópu, einkennist af samræmdum aðstæðum. Borgin er heimili Evrópuþingsins, sem ljær þessari gömlu evrópsku borg litríkt yfirbragð. Gæddu þér á bjór sem er bruggaður aðeins ofar í götunni, skelltu þér á Tinnasafnið, ráfaðu um þröng strætin í leit að Maniken pis (hann er minni en þig grunar), misstu þig og dýfðu götuvöfflu í gómsætt ekta belgískt súkkulaði.

Í Brussel finnurðu bístró sem framreiða klassíska evrópska rétti á gömlum viðarklæddum matsölustöðum í bland við háklassaveitingastaði prýdda Michelin-stjörnum. Það er alger óþarfi að þaulskipuleggja ferð til Brussel, borgin býður þér að slappa af og njóta þess sem dagurinn ber í skauti sér og á það við um allar árstíðir.

Amsterdam

Aðventan í Amsterdam er engu lík. Borgin skiptir alveg um gír og er jólastemningin áþreifanleg. Það kann að vera kalt í borginni á þessum tíma en ljósadýrðin sem speglast í síkjunum yljar hvers manns hjarta.

Í aðdraganda aðventunnar spretta upp alls kyns jólamarkaðir víðs vegar um borgina og þar má gera góð kaup á öllu sem tengist jólunum. Þá eru einnig leiksýningar og tónleikar í anda jólanna um alla borg, bæði stræti og torg.

Amsterdam er einstök borg þar sem frjálslegt hugarfar fléttast saman við sögulegan sjarma. Sautjánda öldin var gullöld Hollendinga og sést það vel á byggingarstíl borgarinnar og skipulagi miðborgarinnar. Þar eru hjá og mjó hús einkennandi og setja svip á borgarlandslagið ásamt breiðu síki sem umlykur borgina.

Listaunnendur hafa nóg við að vera í borginni og finna vart dauða stund meðan á dvölinni stendur þar sem borgin virðist full af spennandi nútímalist og verkum eftir fremstu og þekktustu listamenn allra tíma.

Menningarlíf borgarinnar einskorðast þó ekki einungis við forna frægð. Á hinum fjölmörgu tónleikastöðum borgarinnar má einnig hlýða á færustu tónlistarmenn Evrópu og þar er engin undantekning á í aðdraganda jóla.

Skannaðu kóðann og finndu jólalegasta sætið út í heim með Icelandair.